fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Evrópa stendur frammi fyrir „krabbameinsfaraldri“ – Telja að ein milljón tilfella hafi ekki greinst

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 11:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar vara við því að Evrópa standi frammi fyrir „krabbameinsfaraldri“ ef ekki verður gripið til skjótra aðgerða til að efla rannsóknir og meðferð sjúklinga. Talið er að ein milljón tilfella hafi ekki greinst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

The Guardian skýrir frá þessu. Heimsfaraldur kórónuveirunnar og sú áhersla sem var lögð á baráttuna við hann afhjúpaði „veikleika“ í heilbrigðiskerfinu og í krabbameinsrannsóknum um alla Evrópu. Ef ekki verður brugðist skjótt við munu álfubúar færast næstum áratug aftur á bak hvað varðar krabbameinsrannsóknir og meðferðir að sögn sérfræðinga.

Í nýrri skýrslu, European Groundshot – Addressing Europe‘s Cancer Research Challenges, kemur fram að til að varpa betra ljósi á umfang vandans þá segist vísindamenn telja að ein milljón krabbameinstilfella hafi ekki verið greind á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Sífellt fleiri vísbendingar komi fram um að hærra hlutfall sjúklinga greinist með krabbamein á síðari stigum en var áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta sé afleiðing hægagangs í greiningum og meðferðum. Þetta muni valda álagi á evrópsk heilbrigðiskerfi næstu árin.

Rannsóknin leiddi í ljós að á fyrsta ári heimsfaraldursins ræddi heilbrigðisstarfsfólk við 1,5 milljónum færri krabbameinssjúklinga og annar hver krabbameinssjúklingur fékk ekki viðeigandi skurðaðgerð eða lyfjameðferð í tíma. Um 100 milljónir rannsókna voru ekki gerðar og talið er að afleiðingin af því geti verið að um ein milljón Evrópubúa sé með ógreint krabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga