Antony, leikmaður Manchester United, mun aldrei breyta því hvernig hann spilar þrátt fyrir ýmsar gagnrýnisraddir.
Antony var til að mynda harðlega gagnrýndur af Paul Scholes nýlega eft ir leik við Sheriff í Evrópudeildinni.
Brasilíumaðurinn reynir ýmis brögð í leikjum liðsins og var kallaður ‘trúður’ af Scholes sem er goðsögn enska félagsins.
,,Þegar þú ert með boltann áttu aðeins að finna fyrir gleði. Ég fæddist með boltann. Þetta er hluti af mér,“ sagði Antony.
,,Þetta er gjöf sem kom mér úr fátækt yfir í leikhús draumanna. Ég mun aldrei breyta mínum leikstíl því þetta er ekki stíll, þetta er ég. Hluti af mér.“
,,Ef þú horfir bara á 10 sekúndna klippu af mér þá skilurðu ekkert. Ekkert sem ég geri er einhver brandari. Það er ástæða fyrir öllu sem ég geri á vellinum.“