Ivan Toney, leikmaður Brentford, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ansi alvarleg brot.
Toney er ásakaður um að hafa brotið yfir 230 veðmálareglur frá árunum 2017 til 2021.
Leikmaðurinn hefur um viku til að útskýra sitt mál en er í verulegum vandræðum ef hann verður fundinn sekur.
Toney fær nú loksins að láta ljós sitt skína í efstu deild og gerði sér vonir um að komast á HM í Katar með Englandi.
Hann var að lokum ekki valinn en hefur verið einn öflugasti sóknarmaður ensku deildarinnar á tímabilinu.
Árið 2017 var Toney á mála hjá Newcastle en hann skrifaði síðar undir hjá Peterborough og svo Brentford.