Pedri, leikmaður spænska landsliðsins, lofar því að hann muni raka af sér hárið ef liðið vinnur HM í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði.
Pedri er einnig leikmaður Barcelona en þessi 19 ára gamli strákur er talinn einn efnilegasti miðjumaður heims.
Pedri er vongóður fyrir HM í Katar en hann heitir því að hárið fái að fjúka ef liðið fer alla leið í keppninni.
Pedri hefur spilað 14 landsleiki fyrir Spán hingað til en hann er orðinn einn af mikilvægustu leikmenn Barcelona þrátt fyrir ungan aldur.
,,Ef við vinnum þá mun ég leyfa hárgreiðslumanninum að raka af mér hárið eða gera hvað sem er við það,“ sagði Pedri.
,,Við erum með ungt lið sem vill gera vel og sigra. Það sést í hvert skipti sem við stígum á völlinn.“