Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Litháen ytra í Eystrasaltsbikarnum hefur verið gefið út.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í þessu móti sem gestaþjóð. Um annan undanúrslitaleikinn er að ræða en í hinum mætast Lettland og Eistland.
Íslenska liðið hefur undanfarið spilað tvo vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Báðir töpuðust 1-0.
Í dag kemur hins vegar töluvert reynslumeira og kunnuglegra íslenskt lið til leiks.
Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands. Þar má sjá að Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson snúa aftur eftir langa fjarveru.