Leikarinn Michael Sheen hefur gagnrýnt Vilhjálm prins fyrir að hitta enska karlalandsliðið í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í Katar og óska þeim góðs gengis.
Vilhjálmur hitti ensku leikmennina, afhenti þeim treyjunúmer og sagði að öll þjóðin standi á bak við þá.
Þetta þykir Sheen óeðlilegt, þar sem Vilhjálmur ber titilinn „prinsinn af Wales.“
Wales er einnig þátttakandi á HM í Katar og gagnrýnir Sheen þetta harkalega.
„Hann má auðvitað styðja þann sem hann vill og sem forseti enska knattspyrnusambandsins er eðlilegt að hann mæti þarna. En það hlýtur að teljast óviðeigandi að hann beri titilinn „prinsinn af Wales“ á sama tíma? Skammast hann sín ekkert? Skilur hann ekkert hvað vandamálið hér er,“ skrifar Sheen.
He can, of course, support whoever he likes and as Pres of FA his role makes visit understandable – but surely he sees holding the title Prince of Wales at same time is entirely inappropriate? Not a shred of embarrassment? Or sensitivity to the problem here? #PrinceofWales https://t.co/Hoanq9snXt
— michael sheen 💙 (@michaelsheen) November 15, 2022