fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Rannsókn á hvarfi Friðfinns tekur á sig nýja mynd – Talinn hafa verið í sambandi við fólk á laugardag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 14:33

Friðfinnur Freyr Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverðar, óþægilegar en óstaðfestar vísbendingar hafa komið upp í máli Friðfinns Freys Kristinssonar, 42 ára gamals manns, sem ekkert hefur spurst til síðan síðasta fimmtudag. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns, upplýsir í samtali við DV að honum hafi borist upplýsingar um að Friðfinnur hafi verið í sambandi við fólk á laugardaginn. Þetta hefur vinkona Friðfinns upplýst. Segir hún að Friðfinnur hafi þá verið í talsambandi við par í undirheimum. Karlmaðurinn er sagður vera mjög hættulegur.

DV barst ábending um það í gær að menn í undirheimum hefðu ógnað Friðfinni undanfarið vegna skulda. Eins og áður hefur komið fram hefur Friðfinnur átt í fíknivanda en var kominn á beinu brautina og hafði vegnað vel í langan tíma. Hann mun hins vegar hafa fallið ekki löngu áður en hann hvarf.

Aðspurður hvort Kristinn kannist við að Friðfinni hafi verið ógnað segir hann ekki hafa neitt staðfest um það en hann hafi grunsemdir um það. „Mig hefur grunað þetta en ég á eftir að heyra betur í kærustunni hans. Þetta eru bara grunsemdir, ekkert staðfest.“

Kristinn segir vísbendingar í málinu vera mjög misvísandi. „Þetta er þvers og kruss. Mér finnst svo skrýtið að hundarnir fóru niður að sjó, þannig að það stangast allt á. Lögreglan fann þarna skó á leiðinni niður að sjó og þess vegna var talið að hann hefði farið í sjóinn. En svo kemur í ljós að þetta eru alls ekki skórnir hans.“

Kristinn útilokar ekki að Friðfinni hafi verið unnið mein en telur það þó engan veginn staðfest. En honum finnst mikilvægt að fá sannleikann upp á borðið og er óhræddur við að velta upp öllum möguleikum, sem og að ræða við fjölmiðla. Hann er þakklátur fyrir stuðning og samhug sem hann hefur fundið fyrir undanfarið eftir hvarf Friðfinns. „Mér finnst frábært að við tökum öll höndum saman í þessu.“

Persónuleg gögn til rannsóknar

DV ræddi við Guðmund Pál Jónsson lögreglufulltrúa sem segir aðspurður að málið sé enn ekki komið inn á borð Miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hann kannast ekki við upplýsingar um að Friðfinni hafi verið ógnað í aðdraganda hvarfsins en útilokar ekki slíkt. Öllum möguleikum sé velt upp og allar vísbendingar skoðaðar.

Guðmundur upplýsir að ekki standi yfir leit að Friðfinni í dag heldur séu vísbendingar rannsakaðar. Undanfarið hafa hjálparsveitir leitað hans auk þess sem notast hefur verið við dróna og þyrlur. Allt slíkt liggur niðri í dag.

„Við erum að fá úrskurð til að geta skoðað símagögn, bankagögn og þess háttar. Úrskurðurinn kemur í dag. Auk þess verða skoðuð betur gögn úr myndeftirlitsvélum úr nágrenninu,“ segir Guðmundur. Á hann þar við nýja Vogahverfið en þar sást síðast til Friðfinns, síðastliðinn fimmtudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir