fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Allar stórglæsilegu konurnar sem Pete Davidson hefur verið með síðan hann varð frægur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 17:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pete Davidson er grínisti og leikari. Hann gekk til liðs við Saturday Night Live þegar hann var aðeins tvítugur, hefur leikið aðalhlutverkið í kvikmyndum á borð við The King of Staten Island og Big Time Adolescence. En hann er ekki aðeins þekktur fyrir leik sinn heldur einnig fyrir stórglæsilegar kærustur sínar. Í vikunni var greint frá því að hann og fyrirsætan Emily Ratajkowski séu að stinga saman nefjum.

Margir hafa furðað sig á því hvernig honum hefur ítrekað tekist að heilla gullfallegar konur upp úr skónum. Orðrómur um svo kölluðu „typpaorkuna“ hans eða „big dick energy (BDE)“ hefur verið á sveimi í talsverðan tíma og sögð orsök vinsælda hann meðal glæsikvendanna. Orðrómurinn fór fyrst á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.

Fyrrverandi kærasta hans, raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, staðfesti það fyrr á árinu og sagði einnig að hún hefur aldrei stundað jafn gott kynlíf og með honum.

Hann var síðast í sambandi með Kardashian drottningunni en það er langt frá því að vera eina fræga og stórglæsilega kærasta hans.

Hér verður farið yfir allar kærustur Pete síðan hann varð frægur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by carlyaquilino (@carlyaquilino)

Carly Aquilino

Fyrsta þekkta kærasta hans var grínistinn Carly Aquilino. Þau voru saman um stutt skeið árið 2015.

Carly er enn með myndir af þeim saman á Instagram sem gefur hugsanlega til kynna að sambandið hafi endað á friðsamlegum nótum.

Cazzie David og Pete Davidson. Mynd/Getty

Cazzie David

Cazzie er dóttir grínistans og höfundarins Larry David, sem er hvað þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við vinsælu Seinfeld þættina og seinna HBO-þættina Curb Your Enthusiasm. Þau hættu saman árið 2018 eftir tveggja og hálfs árs samband.

Sagan er sú að Pete hafi hætt með Cazzie fyrir söngkonuna Ariönu Grande. Cazzie hefur rætt opinberlega um þetta og sagt að hún komst að sambandi þeirra einum degi áður en Pete og Ariana opinberuðu það, í gegnum smáskilaboð.

Pete Davidson og Ariana Grande. Mynd/Getty

Ariana Grande

Mörgum líður eins og Pete og Ariana Grande hafi verið saman í mörg ár en þau voru aðeins saman í fimm mánuði. Mikið gerðist á þeim tíma og þau meðal annars trúlofuðust. Þau hættu saman 2018 en sambandið var þó ekki tilgangslaust, við fengum Thank U, Next frá söngkonunni.

Kate Beckinsale og Pete Davidson. Mynd/Getty

Kate Beckinsale

Pete byrjaði með leikkonunni Kate Beckinsale, sem er tuttugu árum eldri en hann, snemma árs árið 2019. Myndir af þeim í sleik á íþróttaleik fóru eins og eldur í sinu um netheima á sínum tíma.

Sambandinu lauk eftir fjóra mánuði.

Margaret og Pete. Mynd/Backgrid

Margaret Qualley

Grínistinn byrjaði þá að hitta leikkonuna Margaret Qualley. Þau voru líka saman í nokkra mánuði og hættu saman í október 2019.

Kaia Gerber og Pete. Mynd/Backgrid

Kaia Gerber

Eftir að sambandinu hans og Margaret lauk byrjaði Pete að slá sér upp með fyrirsætunni Kaiu Gerber, sem var á þeim tíma nítján ára gömul. Kaia er dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford.

Þau voru aðeins saman í nokkra mánuði.

Phoebe og Pete. Mynd/Getty

Phoebe Dynevor

Snemma árs 2021 byrjaði Pete með Bridgerton-leikkonunni Phoebe Dynevor. Þau voru saman í um fimm mánuði þar til þau hættu saman í ágúst 2021.

Kim og Pete á Met Gala í maí. Mynd/Getty

Kim Kardashian

Pete og Kim byrjuðu að deita í nóvember 2021. Samband þeirra vakti gífurlega athygli og höfðu allir eitthvað um það að segja.

Kim greindi frá því hversu hamingjusöm hún væri og að hann „með stærsta hjartað.“

Þau voru saman í níu mánuði og hættu saman í ágúst 2022.

Emily Ratajkowski og Pete Davidson. Myndir/Getty

Emily Ratajkowski

Hvorugt Emily né Pete hafa staðfest að þau séu að slá sér upp saman en samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs eru þau mjög hrifin af hvort öðru og eru að hittast.

Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

Sjá einnig: Nýjasta par Hollywood? – „Þau eru mjög hrifin af hvort öðru“

BuzzFeed greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur