Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, finnur til með fyrrum samherja sínum á Englandi, Sadio Mane, vegna meiðsla þess síðarnefnda.
Mane meiddist í leik með Bayern Munchen nýlega og var talið að þátttaka hans með senegalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Senegal og Holland, land Van Dijk, eru saman í riðli á HM, ásamt Katar og Ekvador.
Mane var að lokum valinn í landsliðshóp Senegal. Þó er ólíklegt að hann geti tekið fullan þátt vegna meiðsla sinna.
„Þetta gladdi mig ekki. Ég hef lent í þessu sjálfur, þegar ég missti af EM í fyrra,“ segir Van Dijk.
„Við leikmenn vinnum hart að okkur til að komast á þetta stig. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir land sitt.
Ég veit að hann mun harka þetta af sér en það er erfitt og því vorkenni ég honum. Ég veit samt að hvort sem hann spilar eða ekki verður leikurinn gegn Senegal svo erfiður.“