Þau tíðindi bárust núna í kvöld að rússneskt flugskeyti er sagt hafa hæft þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum við Úkraínu. Pólska ríkisstjórnin situr nú á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þó hafnað því að hafa skotið flugskeytunum og kallar fréttir pólskra miðla af atvikinu viljandi tilraun til stigmögnunar.
Talið er að tveir hafi látið lífið í Póllandi en enn er verið að reyna að ná utan um atvikið og greina hvað átti sér stað og með hvaða afleiðingum.
Pólland er í Atlantshafsbandalaginu, NATO og spurningin á allra vörum er núna hvort að talið verður að í þessu atviki hafi falist árás Rússa á NATÓ-ríki.
Telja margir að hér geti orðið kaflaskil í stríði Rússa og Úkraínu og óttast fólk að hér hafi jafnvel orðið upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni.
Ein stærsta árás Rússa á Úkraínu átti sér stað í dag og er talið að á níunda tug eldflaugum hafi verið skotið á skotmörk víða um landið og er stór hluti landsins nú rafmagns- og netlaus. Margar flaugar voru skotnar niður en margar hæfðu skotmörk sín.
Velta menn því fyrir sér hvort loftvarnakerfi Úkraínu hafi valdið því að eldflaug fór yfir landamærin til Póllands.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöld að því lengur sem Rússlandi upplifi sig friðhelga, þeim mun fleiri stafi ógn af þeim. Hann sagði þetta atvik í dag vera alvarlegar stigmögnum og við því verði að bregðast.
Samkvæmt Reuters segist Hvíta Húsið í Bandaríkjunum ekki geta staðfest fréttirnar frá Póllandi og unnið sé með pólskum yfirvöldum að því að afla frekari upplýsinga.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna atviksins.
Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022
Varaborgarfulltrúinn Pawel Bartoszek segir stjórnarmenn í Póllandi hvetja til stillingar. Enn þurfi að komast að því hvað gerðist áður en viðbrögð eru ákveðin.
Fréttir berast af því að flugskeyti hafa fallið á Pólland og tveir hafi látið lífið. Stjórnmálamenn um allt pólskt litróf hvetja til stillingar. Þarf að komast að því gerðist bregðast við í kjölfarið. Atlantshafsbandalagið er til til að höndla svona krísur og kann það.
— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) November 15, 2022
Forseti Litháen segir að þjóð hans standi með Póllandi og hverja einustu ögn af yfirráðasvæði Nató verði að vernda.
Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.
Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania 🇱🇹 stands in strong solidarity with Poland 🇵🇱.
Every inch of #NATO territory must be defended!
— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) November 15, 2022
Utanríkisráðherra Lettlands tók í sama streng og sagði að um alvarlega stigmögnum væri að ræða og að Lettlandi standi með Póllandi og muni styðja við öll þau viðbrögð sem Pólland muni mögulega grípa til í framhaldinu.
Russian missiles hitting the territory of the NATO member is a very dangerous escalation by the Kremlin, #Latvia expresses full solidarity with our ally Poland and will support any action deemed appropriate by Poland. Russia will bear full responsibility for all the consequences
— Edgars Rinkēvičs (@edgarsrinkevics) November 15, 2022
Íslendingar fylgjast óttaslegnir með fréttum núna og velta fyrir sér hvort í dag hafi ný styrjöld hafist. Myllumerkið WWIII er núna vinsælt á Twitter.
Jæja þá er það styrjöldin
— María Björk (@baragrin) November 15, 2022
fokk sjitt fokk fokk fokk sjitt fokk
— ⚔️ e-bet, vulcan baby (@jtebasile) November 15, 2022
Í dag viðurkenni ég að mér finnst ákveðið öryggi í að tilheyra Nató.
— Sindri Geir 🇺🇦🇵🇸 (@sindrigeir) November 15, 2022
Gott ráð frá okkar verðandi bandamönnum í Finnlandi (ég mun samt vissulega doomscrolla í allt kvöld) https://t.co/TXQLndTJOD
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) November 15, 2022
þurfti þessi þriðja heimstyrjöld að skella á RÉTT FYRIR IDOLIÐ??? Ég sem var svo ógeðslega spenntur. ónei! pic.twitter.com/vp6vPD1H22
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) November 15, 2022
Jæja bara eldflaug skotið til Póllandsd og tvö látin *Cue kvíðakast
— Fríða (@fridapals) November 15, 2022
Hvar voruð þið þegar heimsstyrjöldin þriðja hófst? https://t.co/ttWmXGSscC
— Erlendur (@erlendur) November 15, 2022
Ég elska bjartsýni Íslendinga.
"Fyrri heimsstyrjöldin" og "Seinni heimsstyrjöldin" í stað "World War I" og "World War II" segja okkur að þegar sú seinni kláraðist séu þær upptaldar.
Höldum því þannig.
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) November 15, 2022
Kvíðavaldandi framvinda mála https://t.co/7TGritbit6
— Siffi (@SiffiG) November 15, 2022