fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Segir þessa mynd frá Ivönku sanna að Trump-fjölskyldan sé „andstyggileg og harðbrjósta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 14:00

Umrædd mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi aðstoðarmaður Melaniu Trump, Stephanie Winston Wolkoff, sakar allt Trump-klanið um að vera „andstyggilegt og harðbrjósta“ og segir nýjasta útspil Ivönku Trump, dóttur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sanna það.

Ivanka Trump „klippti“ út mágkonu sína, Kimberly Guilfoyle, úr brúðkaupsmynd systur sinnar, Tiffany Trump.

Tiffany gekk í það heilaga með auðjöfrinum Michael Boulous. Þau kynntust á grísku eyjunni Mykonos sumarið 2017 og trúlofuðust í byrjun árs 2021.

Myndin sem Ivanka deildi.

Ivanka birti mynd af sér ásamt brúðinni, Melaniu Trump, Laru Trump, eiginkonu Eric Trump, og Mörlu Maples, móður Tiffany. Á upphaflegu myndinni var Kimberly, unnusta Donald Trump Jr. Hún var klædd svörtu en hinar ljósum pastel litum.

Stephanie Winston Wolkoff, fyrrverandi aðstoðarmaður Melaniu Trump, vakti athygli á málinu og fór hörðum orðum um Trump-fjölskylduna.

„Þetta er harðbrjósta, andstyggileg og sundruð fjölskylda sem er alveg sama um aðra. Þetta er Trump hugarfarið og vörumerkið þeirra skiptir þau svo miklu máli og enginn ætlar að brjóta hefðina,“ sagði hún.

Upphaflega myndin.

Vísar í orð Ivönku

Hvorugar Kimberly né Ivanka birtu myndir af hvor annarri á samfélagsmiðlum og segir Stephanie það segja allt sem segja þarf.

Nokkrum klukkutímum eftir að Ivanka birti myndina, birti hún myndina með öllum konunum í Story, hugsanlega að gefa í skyn að allt sé í góðu milli þeirra.

Stephanie vísaði í orð Ivönku í sjálfshjálpar bók hennar sem kom út árið 2009 – The Trump Card: Playing to Win in Work and Life – og þar segir hún: „Ímynd er mikilvægari en raunveruleikinn.“

Fyrrverandi aðstoðarmaðurinn gagnrýndi ekki aðeins Ivönku heldur einnig Melaniu, sem birti enga kveðju til Tiffany á samfélagsmiðlum.

„Það sem skiptir máli fyrir Melaniu er Melania […] Auðvitað óskaði hún Tiffany ekki opinberlega til hamingju eða birti mynd af þeim saman,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram