Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson hefur hingað til ekki viljað gefa neitt upp um nýja dularfulla kærasta sinn. Þar til í gærkvöldi þegar hann birti fyrstu myndina af þeim saman.
Sá heppni er Pétur Björgvin Sveinsson. Hann skipaði tíunda sæti á lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í maí.
„Ákváð að skella mér í borgarstjórnarmálin og að sjálfsögðu kom ekki annar flokkur til greina en Viðreisn. Raunsær, skemmtilegur og Evrópusinnaður…bara svolítið eins og ég,“ skrifaði Pétur á Instagram fyrir kosningarnar, en eins og kærasti sinn nýtur hann vinsælda á miðlinum, með rúmlega 5300 fylgjendur.
Sjá einnig: Helgi Ómars neitar að tjá sig um dularfulla kærastann – „No comment“
Helgi hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari og áhrifavaldur um árabil. Hann er einnig bloggari á Trendnet og heldur úti hlaðvarpinu Helgaspjallið.
Í byrjun október var greint frá því að Trendnet-bloggarinn væri kominn á fast og væri staddur á Taílandi með nýja kærastanum. Þrátt fyrir að hafa verið virkur á Instagram í ferðinni gaf hann enga vísbendingu um hver sá heppni væri.
Nú hefur hann loksins svalað forvitni fylgjenda sinna og birt mynd.
Fókus óskar þessu stórglæsilega pari innilega til hamingju með ástina.