fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Fókus

Dagbjört var næstum því búin að reykja krakk – „Heyrðu, ég held að þú þurfir að fara heim núna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. nóvember 2022 20:30

Dagbjört Rúriks. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, eða DÍA eins og hún er kölluð, er nýjasti gestur Hildar Maríu Sævarsdóttur í hlaðvarpsþætti hennar á Mannlíf.

Dagbjört hefur verið án áfengis og vímuefna í tæplega þrjú ár. Í þættinum fer hún yfir neyslusögu sína og rifjar upp atvik þar sem litlu munaði að hún hefði reykt krakk.

„Ég varð edrú eftir rosalega helgi þar sem ég var orðin svo veik af alkóhólisma að ég gerði bara allt til að fá meira en ég tímdi ekki að kaupa það sjálf,“ segir hún og bætir við að þannig hefði hún endað í eftirpartíi með „einhverjum strákum sem ég treysti engan veginn.“

„Þeir voru sem sagt að bjóða mér einhverja pípu. Þetta leit út fyrir að vera bara graspípa eða eitthvað og ég hugsaði: „Já, það er ekki neitt fyrir mér.““

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 𝑫𝑰𝑨 (@dagbjortruriks)

Dagbjört bjó sig undir að fá sér smók en þá kom bjargvætturinn hennar. „Þá kom bara að mér einhver stelpa í partíinu upp úr þurru að mér og sagði: „Heyrðu, ég held að þú þurfir að fara heim núna.““

Tónlistarkonan viðurkennir að hún hafi haldið að kærasti stelpunnar væri í partíinu og hún væri öfundsjúk.

„Eða að hún væri eitthvað pirruð að ég væri þarna. Ég var aðeins pirruð við hana en samt einhvern veginn ókei, fór með henni í leigubílnum. Ég vissi ekkert hver þessi stelpa var, hún bara kom einhvern veginn upp úr þurru og það ljómaði einhvern veginn af henni. Svo kom ég heim og sofnaði, hringdi í hana næsta dag og ég sagði bara: „Takk fyrir að koma mér heim en hvað var í gangi? Af hverju vildirðu svona að ég færi?““

Stelpan svaraði: „Þú veist að þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“

Dagbjört hafði ekki hugmynd um það og var verulega brugðið. „Það var eitthvað sem ég var búin að lofa mér að ég myndi aldrei gera, að reykja krakk,“ segir hún.

Það sem kom Dagbjörtu á rétta braut var að finna trúna á Guð. Hún ræðir það ásamt tónlistinni og mörgu öðru í þættinum sem má horfa á vef Mannlífs.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 𝑫𝑰𝑨 (@dagbjortruriks)

Opin um neysluna

Dagbjört hefur frá upphafi verið opin um neyslusögu sína og edrúmennskuna, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Í maí 2020 ræddi hún við DV um nýtt lag sem hún var að gefa út og hafði þá verið edrú í hálft ár.

„Í dag hef ég verið edrú í sex mánuði eftir mikla helgarneyslu. Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp og það var það sem ég gerði og um það snýst lagið. Að elska sjálfan sig upp á nýtt þrátt fyrir mistök, sýna sér samkennd í gegnum áföllin í staðinn fyrir að kvelja sig í fórnarlambaleik áfram,“ sagði hún á sínum tíma.

Sjá einnig: „Mér leið eins og ég væri lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að“

Tónlistarkonan gaf nýlega út lagið og samnefnda smáskífu, Rauðu flöggin, sem má nálgast á Spotify.

„Textinn í laginu er saminn um tíma í mínu lífi þar sem ég fann mig í óheilbrigðum aðstæðum,“ sagði Dagbjört við DV í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“

Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lara gerði mannhæðarháa köku af Deadpool & Wolverine

Lara gerði mannhæðarháa köku af Deadpool & Wolverine