Cristiano Ronaldo fór í afar áhugavert viðtal til Piers Morgan, þar sem hann fer ófögrum orðum um allt og alla hjá félagi sínu, Manchester United.
Viðtalið í heild á eftir að birtast en fjöldi brota úr því er í dreifingu. Kappinn sakar United meðal annars um að sýna sér vanvirðingu.
Þá segist hann enga virðingu bera fyrir stjóra liðsins, Erik ten Hag.
Meira:
Meira úr Ronaldo viðtalinu – Drullar yfir Ralf Rangnick
Leikmenn United sárir og svekktir út í Ronaldo – Fengu fréttir af viðtalinu í flugi
Kaveh Solhekol, virtur fréttamaður Sky Sports, svarar Ronaldo og sakar hann meðal annars um að fara með ósannindi í nýrri færslu á Twitter.
„Það hefur enginn hjá United sýnt Ronaldo vanvirðingu, ekki einu sinni þegar hann reyndi að fara í sumar eða þegar hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham,“ skrifar Kaveh.
Ronaldo reyndi hvað hann gat að komast burt frá United í sumar en það tókst ekki. Þá yfirgaf kappinn Old Trafford áður en leiknum gegn Tottenham lauk fyrr í haust. Eins og Kaveh minntist á hafði hann neitað að koma inn á í þeim leik.
Kaveh segir jafnframt að leikmenn United séu afar ósáttir við Ronaldo fyrir tímasetningu viðtalsins. Liðið vann dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Ronaldo hafði verið tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu í þeim leik. Hann yrði hins vegar á bekknum. Þá hélt Portúgalinn því fram að hann væri veikur, eitthvað sem líklega var ekki satt.
Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022
Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022
Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo – even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022