Erik ten Hag stjóri Manchester United og leikmenn félagsins eru svekktir út í Cristiano Ronaldo sem fór í viðtal hjá Piers Morgan til að drulla yfir félagið.
Ronaldo sem er 37 ára gamall vill fara frá félaginu og virðist viðtalið við Morgan vera liður í því.
Sky Sports segir að Ten hag og leikmenn hafi verið mjög ósáttir með tóninn í viðtalinu og tímasetningu þess.
Meira:
Meira úr Ronaldo viðtalinu – Drullar yfir Ralf Rangnick
Félagið frétti af viðtalinu seint í gær þegar liðið var á leið í flug frá London til Manchester eftir sigur á Fulham.
„Það eru allir mjög svekktir með að hann vanvirði félagið, stjórann og liðsfélagana sína svona,“ segir í frétt Sky.
Samkvæmt Sky Sports mun félagið skoða alla þá kosti sem eru í boði fyrir Ronaldo. Hann fékk að vita á fimmtudag að hann yrði á bekknum gegn Fulham en yrði í hóp. Þá tjáði hann félaginu að hann væri veikur.
Viðtalið í heild mun birtast í vikunni en þar kemur fram að hann telji Manchester United hafa svikið sig.