fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hafa handtekið einstakling sem er grunaður um aðild að hryðjuverkasprengingunni í Istanbúl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 06:39

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið einstaklinga sem grunaður er um aðild að sprengingunni sem átti sér stað á vinsælli verslunargötu í Istanbul í gær. Sprengingin drap sex einstaklinga og særði meira en áttatíu og er óttast að tala fallina muni hækka eftir því sem á líður. Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, sagði skömmu eftir sprenginguna að allar líkur væru á því að um hryðjuverkárás væri að ræða þó að hann vildi ekki slá því föstu.

Það fullyrti hins vegar Fuat Oktay, varaforseti Tyrklands, sem í samtali við ríkismiðilinn Anadolu, sagði að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða sem hefði verið framkvæmd þannig að kona hafi sprent sig í loft upp.

Innanríkisráðherra landsins, Suleyman Soylu, sagði að grunur léki á að Verkamannaflokkur Kúrda (PKK)  og Lýðveldissamtökin (PYD) bæru ábyrgð á árásinni. PKK eru skæruliðasamtök sem berjast fyrir auknu sjálfstæði kúrdískra svæða innan Tyrklands en PYD er sýrlenskur armur flokksins.

Greint hefur verið frá því að meðal þeirra látnu sé sex ára stúlka sem lést ásamt föður sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“