Manchester United vann svakalega dramatískan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Fulham.
Ballið byrjaði á 14. mínútu er Christian Eriksen skoraði fyrsta markið fyrir gestina.
Staðan var 1-0 þar til á 61. mínútu er Daniel James jafnaði metin fyrir Fulham gegn sínum gömlu félögum.
James var áður á mála hjá Man Utd en hélt síðar til Leeds og svo Fulham.
Það stefndi allt í jafntefli en á 93. mínútu í uppbótartíma skoraði Alejandro Garnacho sigurmark Man Utd.
Þessi efnilegi leikmaður hafði komið inná sem varamaður 20 mínútum áður og nýtti tækifærið svo sannarlega.
Hér fyrir neðan má sjá markið.
GARNACHO WINNING GOAL AGAINST FULHAM 🤯😳 pic.twitter.com/3eA4CtwNTX
— RonaldoFan7 (@ManUtdRonaldo7) November 13, 2022