Fulham 1 – 2 Man Utd
0-1 Christian Eriksen(’14)
1-1 Daniel James(’61)
1-2 Alejandro Garnacho(’93)
Manchester United vann svakalega dramatískan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Fulham.
Ballið byrjaði á 14. mínútu er Christian Eriksen skoraði fyrsta markið fyrir gestina.
Staðan var 1-0 þar til á 61. mínútu er Daniel James jafnaði metin fyrir Fulham gegn sínum gömlu félögum.
James var áður á mála hjá Man Utd en hélt síðar til Leeds og svo Fulham.
Það stefndi allt í jafntefli en á 93. mínútu í uppbótartíma skoraði Alejandro Garnacho sigurmark Man Utd.
Þessi efnilegi leikmaður hafði komið inná sem varamaður 20 mínútum áður og nýtti tækifærið svo sannarlega.