Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, hefur tjáð sig um landsliðsval Brasilíu á HM en hann var valinn í lokahópinn fyrir Katar.
Martinelli er afar efnilegur leikmaður en hann hefur staðið sig vel með Arsenal á tímabilinu og fær nú tækifæri á stóra sviðinu.
Sóknarmaðurinn þurfti að leggja á þegar hann ræddi við fjölskyldumeðlimi um valið en hann grét svo mikið eftir kannski óvænt val sem margir bjuggust ekki við.
,,Ég er svo ánægður, þetta er eitt það besta sem hefur gerst á mínum ferli og ég er himinlifandi,“ sagði Martinelli.
,,Ég er svo spenntur að vera hluti af þessu liði. Ég grét mikið, ég gat ekki tjáð mig. Ég var ásamt fjölskyldu minni í símanum en ég þurfti að slökkva á símtalinu því ég gat bara ekki talað.“
,,Ég held að þetta verði gott fyrir minn feril og að spila á HM verður magnað.“