Lið Arsenal verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólin og er það í fyrsta sinn í 15 ár sem það gerist.
Arsenal vann Wolves 2-0 í úrvalsdeildinni í gær og á sama tíma tapaði lið Manchester City gegn Brentford og er fimm stigum á eftir þeim rauðklæddu.
Arsenal hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu hingað til og er til alls líklegt í titilbaráttunni.
Arsenal hefur ekki verið á toppi úrvalsdeildarinnar um jólin síðan árið 2007 er Arsene Wenger var stjóri liðsins.
Það er enn lengra síðan félagið vann ensku deildina en það gerðist árið 2004 einnig undir stjórn Wenger.
Útlitið er bjart í rauða hluta London þessa dagana en liðið mun ekki spila fleiri leiki þar til undir lok árs þar sem HM í Katar er framundan.