Hector Bellerin, leikmaður Barcelona, gæti verið á förum frá félaginu stuttu eftir að hafa skrifað undir.
Calciomercato á Ítalíu segir frá því að Roma sé nú að skoða þann möguleika að fá Bellerin í sínar raðir.
Bellerin hefur aðeins byrjað þrjá leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu og gæti verið fáanlegur 2023.
Roma er að leita að nýjum hægri bakverði en Rick Karsdrop á enga framtíð fyrir sér þar og var gagnrýndur opinberlega af Jose Mourinho í vikunni.
Mourinho er stjóri Roma og þekkir Bellerin vel en hann var lengi vel leikmaður Arsenal. Mourinho hefur þjálfað Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Barcelona virðist ekki ætla að nota leikmanninn reglulega og verður það markmið Roma að fá hann í sínar raðir annað hvort í janúar eða næsta sumar.