fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Harðorður í garð leikmanns Man Utd: Sá versti í sögunni? – ,,Hann er með marga veikleika“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho gæti endað uppi sem verstu kaup í sögu Manchester United að sögn Paul Parker, fyrrum leikmanns félagsins.

Sancho hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford hingað til en hann kostaði 73 milljónir punda árið 2021.

Parker er ekki hrifinn af leikstíl Sancho sem var ekki valinn í lokahóp Englands fyrir HM í Katar.

Sancho var áður á mála hjá Borussia Dortmund og var ein af stjörnum þýsku Bundesligunnar.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi ég aldrei af hverju Man Utd borgaði svo mikið fyrir Jadon Sancho,“ sagði Parker.

,,Hann er með marga veikleika því hann er aldrei að ráðast á bakverðina, hann sendir boltann til baka og það er ekki að valda neinum andstæðingi vandræðum.“

,,Hvernig þú spilar í Þýskalandi er öðruvísi en þú gerir í ensku úrvalsdeildinni og það er útlit fyrir það að hann nái aldrei að aðlagast til að vera mikilvægur fyrir Man Utd.“

,,Ef þú horfir á upphæðina sem borgað var fyrir hann þá er líklegt að hann verði verstu kaup í sögu Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Ég vil meira frá honum, hann þarf að gera meira“

,,Ég vil meira frá honum, hann þarf að gera meira“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Salah með tvö í endurkomu Liverpool – Sigurmark á 98. mínútu

England: Salah með tvö í endurkomu Liverpool – Sigurmark á 98. mínútu