Antony, leikmaður Manchester United, vakti athygli á samskiptamiðlum um helgina er hann undirbjó sig fyrir ný húðflúr.
Antony er nú þegar mjög flúraður en hann er heltekinn af því að setjast í stólinn og gerir það reglulega.
Húðflúr á putta Antony vekur mesta athygli en þar segir hann fólki að halda kjafti á þó mjög saklausan hátt.
,,Shhh,“ er skrifað á vísifingur Antony en hann ætlar einnig að fá sér treyjúmúmerið sjö við olnbogann.
Antony gekk í raðir Man Utd í sumar frá Ajax og hefur byrjað nokkuð vel með sínu nýja félagsliði.
Hér fyrir neðan má sjá þau húðflúr sem eru í vinnslu hjá leikmanninum.