Wolves 0 – 2 Arsenal
0-1 Martin Odegaard(’55)
0-2 Martin Odegaard(’75)
Arsenal er með fimm stiga forskot á topopi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik við Wolves í kvöld.
Um var að ræða síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni en í fyrsta leiknum missteig Manchester City sig og tapaði gegn Brentford.
Arsenal nýtti sér þau mistök til fulls og vann 2-0 útisigur þar sem Martin Odegaard gerði bæði mörkin.
Arsenal er með 37 stig á toppnum en Man City er í öðru sætinu með 32.