Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur útilokað það að Donny van de Beek verði lánaður annað í janúarglugganum.
Van de Beek er ekki fyrsti maður á blað hjá Tek Hag í Manchester en þeir voru áður saman hjá Ajax í Hollandi.
Talað hefur verið um að Van de Beek gæti verið á leið á lán í janúar en það er ekki eitthvað sem Ten Hag hefur áhuga á.
Hann vill sjá leikmanninn sanna sig í treyju Man Utd en ef ekki þá verður hann sendur annað endanlega.
,,Það væri ekkert vit í því að lána hann í annað lið. Hann er með tvo valmöguleika og það er að annað hvort sanna sig hérna eða fara annað. Það er enn von fyrir hann hérna,“ sagði Ten Hag.
,,Það er enn hægt að sjá hann eiga framtíð hjá þessu félagi en samkeppnin er mikil.“