Newcastle 1 – 0 Chelsea
1-0 Joe Willock(’67)
Chelsea er í bullandi veseni í ensku úrvalsdeildinni og er að dragast verulega aftur úr í Evrópubaráttu.
Chelsea spilaði við Newcastle á útivelli í kvöld og tapaði 1-0 þar sem Joe Willock gerði eina mark leiksins.
Chelsea hefur ekki náð sér á strik undir Graham Potter og er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum.
Þeir bláklæddu eru í áttunda sætinu með 21 stig, átta stigum frá Tottenham sem er í Meistaradeildarsæti.
Newcastle lyfti sér upp í þriðja sætið með sigrinum og er fjórum stigum frá toppnum.