Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, vill sjá Cristiano Ronaldo tjá sig opinberlega og það strax.
Ronaldo hefur verið orðaður við brottför frá Man Utd í marga mánuði og reyndi að komast annað í sumar en án árangurs.
Síðar á tímabilinu neitaði Ronaldo að koma inná sem varamaður í leik gegn Tottenham og þá fóru fleiri sögusagnir á kreik.
Neville lék með Ronaldo í mörg ár á sínum tíma og vill að sinn fyrrum liðsfélagi tjái sig opinberlega um eigin framtíð.
,,Ég er á því máli að hann ætti loksins að tjá sig, enginn hefur heyrt hann tala í sex mánuði, við heyrum ekkert,“ sagði Neville.
,,Ég sagði áður að Manchester United væri betra án hans en ástæðan fyrir því að ég segi það er að hann er betri án Manchester United, ég bjóst við svo miklu af honum því við spiluðum saman í sex ár.“
,,Þú verður að taka ábyrgð á því sem hefur átt sér stað. Þú átt ekki að leyfa öðru fólki að svara fyrir þig.“