Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur útskýrt af hverju hann valdi ekki Reece James í landsliðshópinn fyrir HM.
Margir bjuggust við að James yrði valinn í 26-manna hóp Englands jafnvel þó hann sé að glíma við meiðsli þessa stundina.
Southgate segist hafa verið með of lítið af upplýsingum varðandi meiðsli James og vildi ekki velja leikmann sem gæti ekki spilað í riðlakeppninni.
James hefði venjulega verið hægri bakvörður númer eitt fyrir England en hann spilar með Chelsea í úrvalsdeildinni.
,,Það var of mikið óvitað,“ sagði Southgate um það að velja James ekki í hópinn.
,,Ég tel ekki að ég geti valið leikmann sem verður ekki klár í riðlakeppninni. Það væri hrokafullt og þú gætir aðeins notað hann í útsláttarkeppninni.“