Man City 1 – 2 Brentford
0-1 Ivan Toney(’16)
1-1 Phil Foden(’45)
1-2 Ivan Toney(’98)
Fyrstu úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni koma verulega á óvart en Brentford nældi sér í þrjú gríðarlega sterk stig.
Brentford gerði sér lítið fyrir og vann meistara Manchester City 2-1 þar sem dramatíkin var uppmáluð.
Ivan Toney kom gestunum í Brentford yfir á 16. mínútu fyrri hálfleiks en Phil Foden jafnaði metin áður en flautað var til leikhlés.
Man City var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti alls 28 marktilraunir og var 74 prósent með boltann.
Það er þó ekki spurt að því að leikslokum en gestirnir í Brentford skoruðu sigurmarkið og unnu 2-1 sigur.
Toney var aftur á ferðinni í uppbótartíma til að tryggja stigin þrjú og um leið annað tap Man City í deildinni í haust.