Sunset, næturklúbbur Edition opnaði dyrnar sínar klukkan ellefu í gærkvöldi með pomp prakt og sáu Gus Gus DJ set, Fushion-Groove um að hita upp. Staðurinn er staðsettur neðanjarðar á hóteli The Reykjavík Edition.
Mikið hefur verið lagt upp úr hönnun og staðarins sem skiptist upp í þrjú rými. Efnis- og ljósval er einkar glæsilegt þar má nefna steyptan bar í hjarta rýmisins og flauelsklædd húsgögn sem færa stemmninguna á hærri hæðir. Í einu rýminu má finna einkar veglegt og sérsmíðað biljarðborð sem er sjaldséð á skemmtistöðum miðborgarinnar.
Edition býður upp á flott úrval af kokteilum sem eru með þeim bestu í bænum, auk þess er víðtækt úrval af kampavíni og áfengi. Þá mun Sunset bjóða upp á reglulega viðburði þar sem nokkrir af fremstu plötusnúðum og listafólki munu koma fram og skemmta gestum.