fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Margrét Edda Gnarr um skilnað foreldra sinna: „Fór að ímynda mér að þetta væri mér að kenna“

Borðaði sér til huggunnar – Lögð í einelti vegna vaxtarlagsins

Auður Ösp
Laugardaginn 20. febrúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég segi frá því sem ég hef gengið í gegnum þá trúir fólk ekki hvernig ég geti verið eins og ég er í dag, miðað við það sem ég gekk í gegnum í barnæsku og á unglingsárunum,“ segir Margrét Edda Gnarr sem hefur náð ótrúlegum árangri í fitness heiminum undanfarin misseri. Hún segir að nú í seinni tíð sé hún loks farin að fá fleiri spurningar um sjálfa sig og afrek sín en ekki eingöngu þá staðreynd að hún sé dóttir Jóns Gnarr, grínista og fyrrum borgarstjóra. Hún upplifði mikla erfiðleika á unglingsárum en kveðst stolt af því að hafa tekið stjórn á lífi sínu á ný.

Margrét er í viðtali við nýjasta tölublað Bleikt þar sem hún segist hafa verið í ákveðinni afneitun þegar foreldrar hennar skildu á sínum tíma. „Svo þegar þau skildu reyndi ég að láta eins og þetta væri bara mjög gott, en þetta var mjög erfitt fyrir mig. Ég fór líka að ímynda mér að þetta væri mér að kenna einhvern veginn, ég tók þetta svolítið þannig inn á mig líka.“

Hún segir að á sama tíma hafi hún leitað í mat sér til huggunar og orðið fyrir einelti í skóla vegna vaxtarlagsins. „Krakkar geta verið mjög andstyggilegir og á mjög lúmskan hátt,“ segir hún og minnist atviks í grunnskóla þegar hún var vigtuð af skólahjúkrunarfræðingi í viðurvist tveggja skólasystra sinna. Hjúkrunarkonan tilkynnti henni að hún væri of þung, hún var þá 70 kíló og 164 sentímetrar. „Það var rosalega sárt. Ég var mjög lengi að jafna mig eftir þetta tímabil. Höfnunartilfinning hefur mjög slæm áhrif á börn og ég vil ekki að neinn þurfi að upplifa þetta.“

Margrét þróaði í kjölfarið með sér átröskun og segir að skólafélagarnir hafi fyrst samþykkt hana eftir að kílóin fóru að hrynja af henni. Hún leitaði sér að lokum aðstoðar hjá fagaðilum og þá hafði þáttaka hennar í fitness mikil áhrif á bataferlið. „Þetta gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég kom sterkari frá þessu og er ánægð að hafa komist út úr þessu,“ segir hún en sálfræðimeðferðin fól í sér mikla sjálfskoðun. „Það er mjög mikilvægt að tala um það sem þú hefur gengið í gegnum, ekki byrgja það inni.“

Lífið leikur við Margréti þessa dagana sem keppir nú sem atvinnumaður í bikiní-fitness og á sér háleit markmið. Þá er hún í hamingjusömu sambandi með söngvaranum Ásgeiri Trausta. Viðtalið við Margréti má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Bleikt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir