Það er búið að draga í næstu umferð enska deildabikarsins og ljóst að skemmtilegir slagir munu fara fram.
Manchester City og Liverpool mætast í stórleik umferðarinnar en þar er spilað á Etihad vellinum.
Manchester United tryggði sér sæti í næstu umferð í kvöld með því að leggja Aston Villa, 4-2.
Jóhann Berg Guðmundson og hans liðsfélagar í Burnley mæta í heimsókn á Old Trafford að þessu sinni.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
Wolves vs Gillingham
Southampton vs Lincoln
Blackburn vs Nottingham Forest
Newcastle vs Bournemouth
Manchester City vs Liverpool
Manchester United vs Burnley
MK Dons vs Leicester
Charlton vs Brighton