Eduardo Camavinga, leikmaður Real Madrid, hefur tjáð sig efitr að hafa verið valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir HM.
Camavinga er einn efnilegasti leikmaður heims en hann mun spila á sínu fyrsta stórmóti fyrir Frakkland síðar í þessum mánuði.
Landsliðsval Frakklands átti sér stað degi fyrir 20 ára afmæli Camavinga sem gekk í raðir Real frá Rennes á síðasta ári.
Hann hefur nú þegar spilað 19 leiki fyrir Real í öllum keppnum á tímabilinu og kemur valið ekki mikið á óvart.
,,Þetta var falleg stund,“ sagði Camavinga og greindi frá því að hann hefði ekki fengið fréttirnar fyrirfram.
,,Ég hafði ekki séð fréttirnar. Þetta er mikill heiður og æskudraumur. Að vera hluti af þessu er í raun klikkað.“