Á Fréttavaktinni í kvöld verður sagt frá því að hraður viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum á þessu ári til hins betra. Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2022 á Alþingi í dag. Við ræðum stöðuna við fjármálaráðherra.
Íslenskur tæknimaður sem vann við HM í handbolta í Katar segist ekki ætla að fylgjast með HM í fótbolta sem haldið verður í Katar á næstunni. Hann segist hafa orðið vitni af mikilli stéttaskiptingu, þrældómi og lítilsvirðingu gagnvart fólki af lægri stéttum.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er búin að missa 16 kíló og hefur sjaldan verið í betra formi fyrir stóra gala-tónleika í Hörpu á annaðkvöld.