Paris Saint-Germain hefur áhuga á Joao Felix, leikmanni Atletico Madrid.
Þetta segir staðarmiðillinn Le Parisien.
Hinn 23 ára gamli Felix var keyptur til Atletico frá Benfica árið 2019 fyrir 127 milljónir evra.
Nú er hins vegar sagt frá því að leikmaðurinn sé eitthvað ósáttur í spænsku höfuðborginni og sé til í að skoða möguleika sína.
Samningur Portúgalans við Atletico rennur ekki út fyrr en 2026. Það er hins vegar nóg til hjá PSG sem gæti keypt leikmanninn.
PSG vill samkvæmt fréttunum ekki bíða þar til í sumar með að fá Felix, heldur kaupa hann strax í janúar.