Gareth Southgate var á blaðamannafundi í dag spurður út í þá ákvörðun sína að velja Harry Maguire í landsliðshóp Englands fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.
Maguire er fyrirliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Hann missti hins vegar sæti sitt í byrjun leiktíðar og hefur einnig verið að glíma við meiðsli.
Sjá einnig:
Gareth Southgate velur hópinn – Öflugir leikmenn sitja eftir
„Hann er einn af okkar bestu miðvörðum,“ segir Southgate.
Maguire hefur staðið sig afar vel með landsliðinu á síðustu tveimur stórmótum, á HM 2018 og EM í fyrra.
„Það eru nokkrir leikmenn í hópnum okkar sem hafa áður farið á stórmót og vita um hvað þau snúast. Aðrir eru í frábæru formi eins og er. Við verðum að finna jafnvægi þarna á milli,“ segir Southgate.
HM í Katar hefst þann 20. nóvember. Englendingar eru í riðli með Íran, Wales og Bandaríkjunum.
England spilar sinn fyrsta leik gegn Íran þann 21. nóvember.