Íbúar í Tunguseli 1, sem er fjölbýlishús, urðu fyrir því að einhver kúkaði í anddyri húsins og skeindi sig með útprentuðum íbúalista sem þar var límdur á vegg.
Fréttablaðið greinir frá þessu.
„Þetta var ekki skemmtilegur glaðningur,“ segir íbúinn Einar Þór Bernhardsson í samtali við Fréttablaðið.
„Ég var á leiðinni út með strákinn okkar til dagforeldra og svo í vinnuna. Það fyrsta sem ég tek eftir er að það er búið að rífa íbúðalistann af veggnum og svo blasir þetta bara við,“ segir Einar.
Einar telur að manneskja í annarlegu ástandi hafi þarna verið að verki.
Greint var fyrst frá málinu í íbúabópi Seljahverfis á Facebook.