fbpx
Miðvikudagur 30.október 2024
Fréttir

Kolbrún og Þorgeir ekki hrifin af nýjustu bók Yrsu – „Ég bara skil ekki hvað hún var að hugsa þarna“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 15:13

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að nýjasta bók glæpasagnadrottningarinnar Yrsu Sigurðardóttur, Gættu þinna handa, hafi ekki fengið einróma lof hjá gagnrýnendum Kiljunnar í þættinum sem sýndur var á RÚV gær.

„Þetta er ekki neitt svakalega vel heppnuð bók finnst mér,“ segir Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar, þegar talið berst að bókinni. Þorgeir útskýrir þessa afstöðu sína svo nánar: „Aðallega bara vegna þess að þessi hópur er svakalega óskýrt teiknaður, hann er mjög keyrður á klisjum. Þú veist, það er spjátrungurinn, það er fyllibyttan, það er freka stelpan og þögla stelpan. Þetta verður ekki alveg nógu… mann langar ekki nógu mikið að vita hvað eiginlega gerðist.“

Þorgeir segir þá að fléttan sjálf í bókinni sé mjög „Yrsu-leg“ og mjög flókin. „Það er engin leið að komast einhvern veginn til botns í því hvað gerist. Sumt skilur maður bara ekki fyrr en á síðustu blaðsíðunum,“ segir hann en Egill Helgason, þáttastjórnandi Kiljunnar, segir þá að það sé nú eins og það eigi að vera.  „Já, já, ég býst við því að það muni gleðja marga. En það er erfitt að komast þannig inn í hana að maður láti sig það einhverju varða,“ segir Þorgeir við því.

Kolbrún Bergþórsdóttir, sem einnig er gagnrýnandi í þættinum, var heldur ekki hrifin af bókinni. „Já, hún verður aldrei verulega spennandi,“ segir hún.

„Hins vegar fannst mér hún forvitnileg af því maður veit ekkert hvað er að gerast. Það dúkkar þarna upp lík og þau eru að dröslast með lík, maður hugsar: „Bíddu, hvað er eiginlega á seyði? Hvað er að gerast?“ Hún hélt mér alveg gangandi á þeirri forvitni, svo fannst mér líka samskipti Iðunnar við hálfsystur sína, sem hún þolir ekki, mjög skemmtileg og smá kómísk.“

En Kolbrún var ekki ánægð með útskýringar Yrsu á því sem var í gangi. „Svo kemur að því að útskýra fyrir manni hvernig á öllu þessu standi, þá verður sagan mjög ótrúverðug og eiginlega beinlínis kjánaleg. Þannig þú situr hérna andspænis frekar súrri manneskju, ég er ekki glöð,“ segir hún.

„Þú vilt meina að Yrsa hafi gert betur og geti gert betur?“ spyr Egill þá Kolbrúnu. „Já, já, já, hún á að gera miklu betur. Ég bara skil ekki hvað hún var að hugsa þarna. En eftir ár, þetta hlýtur að vera betra eftir ár.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vefsíðu RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Fréttir
Í gær

Hannes Hólmsteinn meðal þeirra 400 merkustu – „Þetta kom mér al­ger­lega á óvart“

Hannes Hólmsteinn meðal þeirra 400 merkustu – „Þetta kom mér al­ger­lega á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf

Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám eftir afhjúpandi skilaboð Kristrúnar til kjósanda – „Þetta er ógeðsleg framkoma“

Uppnám eftir afhjúpandi skilaboð Kristrúnar til kjósanda – „Þetta er ógeðsleg framkoma“