fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Marsch horfir til samlanda síns en fær samkeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United er í leit að framherja og gæti horft vestur um haf í þeirri leit sinni.

Félagið er talið hafa áhuga á Sebastian Driussi, sem raðaði inn mörkum fyrir Austin FC í MLS-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Bandaríkjunum.

Hinn 26 ára gamli Driussi gerði sér lítið fyrir og skoraði 25 mörk í 38 leikjum með Austin á leiktíðinni.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, vill bæta við sig sóknarmanni til að keppa við menn á borð við Rodrigo og Patrick Bamford.

Leeds er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Driussi, sem hefur heillað með markaskorun sinni. Tvö önnur félög í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á kappanum.

Marsch er bandarískur, sem gæti gefið Leeds forskot í kapphlaupinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nafngreina fyrrum atvinnumann sem er kærður fyrir nauðgun – Stelpan var drukkin og steinsofandi

Nafngreina fyrrum atvinnumann sem er kærður fyrir nauðgun – Stelpan var drukkin og steinsofandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú
433Sport
Í gær

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið