Þjóðverjar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar, sem hefst síðar í þessum mánuði.
Um 26 leikmenn er að ræða sem Hansi Flick velur til að taka þátt í mótinu.
Það vekur athygli að Mario Götze er í hópnum. Hann er kominn nokkuð yfir sitt besta, en kappinn er á mála hjá Frankfurt.
Þá er hinn sautján ára gamli Youssoufa Moukoko. Hann er leikmaður Dortmund og hefur heillað undanfarið. Moukoko hefur ekki leikið A-landsleik áður.
Hér að neðan má sjá hópinn í heild.