Jack Grealish grínaðist í Bernardo Silva, liðsfélaga sínum hjá Manchester City, í leik liðsins við Chelsea í gær.
City og Chelsea mættust í enska deildabikarnum á heimavelli fyrrnefnda liðsins.
Heimamenn höfðu betur 2-0, með mörkum frá Riyad Mahrez og Julian Alvarez.
Þegar leikmenn gengu aftur á völlinn eftir hálfleik sprautaði Grealish vatni á Silva, þeim síðarnefnda til mikillar gremju. Allt fór þetta þó fram í mesta bróðerni.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Jack Grealish 🤣pic.twitter.com/PlZ4ZGcyBx
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 10, 2022