fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sigga Dögg óskar eftir píkumyndum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 10:29

Sigga Dögg. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur tekur á móti píkumyndum sem hún mun síðan birta á heimasíðu sinni, siggadogg.is.

Hún ræddi um píkuskoðun á Instagram í gær og spurði fylgjendur hvort þeir myndu senda inn píkumyndir og skoða myndirnar.

„Ég hvet oft til píkuskoðunar til að tengjast líkamanum og kynfærinu sínu og eitt það dýrmætasta sem ég hef gert í mínu starfi voru einmitt kynfæramyndirnar sem eru notaðar um allan heim í fræðslu,“ sagði hún.

Sigga Dögg tók síðast slíkar myndir árið 2014 og birti þær heimasíðu sinni, sem má sjá hér.

Mikil viðbrögð

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og er greinilega mikill áhugi hjá konum að senda inn myndir.

„Þið skiljið ekki fjölda pósta og skilaboða sem ég hef fengið frá konum sem vilja taka þátt,“ sagði Sigga Dögg.

„Ég tek á móti myndum hér [á Instagram] eða í tölvupósti sigga@siggadogg.is. Þær verða allar birtar á heimasíðunni siggadogg.is og svo mun ég vinna fræðslu um píkur fyrir Betra Kynlíf. Allar myndirnar verða nafnlausar og aðgengilegar,“ segir hún.

Það er margt spennandi fram undan hjá Siggu Dögg. Hún var að gefa út bókina Litla bókin um blæðingar og er að vinna í tveimur leyniverkefnum sem hún mun segja betur frá bráðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“