Þann 3. nóvember síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir 27 ára gömlum manni fyrir líkamsárás á starfsmann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni. Árásin átti sér stað mánudaginn 2. ágúst 2021, innandyra í húsnæði Velferðarsviðs.
Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni er 28 ára. Árásarmaðurinn sló hann hnefahöggi í andlit þannig að hann féll við og lenti á öxl með þeim afleiðingum að hann hlaut sár og mar á neðri vör og mar á vinstri öxl.
Í ákærunni er árásin skilgreind sem brot gegn valdstjórninni þar sem ráðist var á opinberan starfsmann sem var að sinna starfi sínu.
Hinn ákærði játaði brot sitt fyrir dómi. Var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.