Harry Kane fyrirliði Tottenham er verulega þreyttur þessa dagana, er það áhyggjuefni fyrir enska landsliðið sem er á leið inn á Heimsmeistaramótið.
Antonio Conte stjóri Tottenham sagði að Kane væri gjörsamlega búinn á því þessa dagana. Þrátt fyrir það byrjaði hann í tapi gegn Nottingham Forrest í gær.
„Hann var verulega þreyttur,“ sagði Conte um þá ástæðu að hann tók Kane af velli.
„Hann er virkilega þreyttur, á rólegri æfingu í fyrradag þurfti hann að taka sér pásu til þess að safna orku.“
„Þetta er erfitt fyrir hann, það er erfitt að hvíla leikmann eins og Kane. Hann er þreyttur, það er eðlilegt því hann spilar alla leiki.“
Kane verður í HM hópi Englands sem kynntur verður í dag en framherjinn virðist mæta þreyttur til leiks í Katar.