Örplast er út um allt, bæði á landi og í sjónum. Það hefur fundist í dýrum sem og í lungum og blóði fólks sem og í brjóstamjólk.
Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í tímaritinu Nature Communications, reiknuðu vísindamenn út hversu mikið magn af örplasti endar í maga steypireyða. Videnskab skýrir frá þessu.
Fram kemur að vísindamennirnir hafi gert þrjú mismunandi reiknilíkön út frá stærð og fjölda þeirra munnfylli sem hver hvalur tekur á dag og hversu mikið síast frá.
Líklegasta sviðsmyndin, út frá þessum útreikningum, er að hver hvalur innbyrði allt að 10 milljónir örplaststykkja á dag.
Það vekur sérstaka athygli að 99% af því örplasti, sem hvalirnir innbyrða, er í fæðu þeirra. Þetta snertir okkur mannfólkið því við borðum einnig sum af þeim dýrum sem hvalirnir éta, til dæmis ansjósur og sardínur.
Næsta skref er að rannsaka hversu miklum skaða hvalir verða fyrir af örplastinu.