fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Bein tengsl á milli serótónínskorts og þunglyndis

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segjast hafa fundið fyrstu beinun sönnun þess að fólk, sem glímir við þunglyndi, sé með minni getu til að losa um serótónín í heilanum.

Þessi niðurstaða, sem byggist á rannsóknum á heilamyndum, kveikir nýtt líf í umræðu um svokallaða serótónínkenningu um þunglyndi og gengur gegn niðurstöðu rannsóknar, sem var birt í júlí á þessu ári, um að „engar beinar sannanir“ séu fyrir að þunglyndi tengist litlu magni serótóníns.

The Guardian segir að í nýju rannsókninni, sem var stýrt af vísindamönnum við Imperial College London, komi fram að þunglynt fólk sé með skerta serótónínsvörun.

Oliver Howes, prófessor og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé fyrsta beina sönnunin fyrir að losun serótóníns í heila fólks sé minni hjá fólki sem glímir við þunglyndi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Biological Psychiatry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli