Þessi niðurstaða, sem byggist á rannsóknum á heilamyndum, kveikir nýtt líf í umræðu um svokallaða serótónínkenningu um þunglyndi og gengur gegn niðurstöðu rannsóknar, sem var birt í júlí á þessu ári, um að „engar beinar sannanir“ séu fyrir að þunglyndi tengist litlu magni serótóníns.
The Guardian segir að í nýju rannsókninni, sem var stýrt af vísindamönnum við Imperial College London, komi fram að þunglynt fólk sé með skerta serótónínsvörun.
Oliver Howes, prófessor og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé fyrsta beina sönnunin fyrir að losun serótóníns í heila fólks sé minni hjá fólki sem glímir við þunglyndi.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Biological Psychiatry.