fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fjórði hver Evrópubúi segir að fjárhagsstaða hans sé „viðkvæm“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 15:00

Taka Svíar upp evru í stað krónunnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af hverjum fjórum Evrópubúum segir að fjárhagsstaða hans sé „viðkvæm“ og rúmlega helmingur telur alvarlega hættu á að fjárhagsstaðan fari í þann farveg á næstu mánuðum. 80% hafa nú þegar neyðst til að draga útgjöldin saman.

Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Secours Populaire, sem eru óhagnaðardrifinn  samtök sem berjast gegn fátækt, lét gera.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að framfærslukostnaður hefur hækkað að undanförnu, orkuverð hefur hækkað, verðbólga aukist og innrás Rússa í Úkraínu veldur mikilli óvissu.

The Guardian segir að í nýrri skýrslu Secours Populaire komi fram að Evrópa sé bjargbrúninni hvað varðar fjárhagsstöðu almennings.

Það var Ipsos sem gerði könnunina fyrir samtökin og svöruðu rúmlega 6.000 manns henni. Fólkið býr í Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Póllandi og Bretlandi. 54% sögðu að kaupmáttur þeirra hafi dregist saman á síðustu þremur árum, aðallega vegna hærra matarverðs, eldsneytisverðs, húshitunarkostnaðar og húsaleigukostnaðar.

Verst hafa Grikkir farið út úr þessu en 68% svarenda þar í landi sögðu að kaupmáttur þeirra hafi minnkað „mikið“ eða „töluvert“ frá 2019. Þar á eftir fylgdu Frakkar, 63%, og Ítalir, 57%.

Tæplega 80% svarenda sögðust hafa þurft að breyta lífsstíl sínu töluvert. 62% sögðust hafa dregið úr ferðalögum, 47% sögðust kynda minna, 42% sögðust hafa þurft að fá peninga lánaða hjá vinum og ættingjum, 40% sögðust hafa fundið sér aukavinnu og 29% sögðust hafa neyðst til að sleppa máltíðum.

64% sögðust „oft“ eða „stundum“ ekki geta ákveðið hvar eigi að skera niður því þeir hafi nú þegar skorið niður á öllum hugsanlegum sviðum. 28% sögðust vera komin í mínus um miðjan mánuðinn og 27% sögðust oft eða stundum óttast að missa húsnæðið sitt.

Að meðaltali sögðu 27% svarenda í ríkjunum sex að fjárhagsstaða þeirra væri viðkvæm og að ein óvænt útgjöld gætu breytt öllu. 55% sögðust þurfa að sýna aðgæslu þegar kemur að fjármálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn