Þetta er mat hans á mannfalli í stríðinu og hafa tölurnar ekki verið staðfestar af óháðum aðilum. Þetta eru hæstu og nákvæmustu tölurnar sem bandarískir embættismenn hafa sett fram um mannfall stríðsaðila til þessa.
Milley skýrði frá þessu mati sínu í ræðu sem hann flutti hjá Economic Club of New York í gær en þekktir einstaklingar ávarpa oft fundi samtakanna.
Milley sagðist telja að möguleiki sé fyrir hendi á að stríðsaðilar geti sest við samningaborðið til að stöðva stríðið. Ástæðan sé að hvorki Rússar né Úkraínumenn geti sigrað í stríðinu.
„Það verður að vera viðurkenning af beggja hálfu um að ekki sé hægt að sigra hernaðarlega og því neyðist stríðsaðilarnir til að grípa til annarra aðgerða. Hér er möguleiki, hugsanlegur möguleiki á að hægt verði að semja,“ sagði hann.