fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Er þetta óvenjulegasti bandaríski þingmaðurinn? – Vill helst ekki kalla sig stjórnmálamann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 18:30

John Fetterman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var John Fetterman kjörinn á þing í kosningunum í Bandaríkjunum. Hann mun taka sæti í öldungadeild þingsins. Hann hefur verið bæjarstjóri, vararíkisstjóri og nú er hann orðinn öldungadeildarþingmaður. En sjálfur vill hann helst ekki kalla sig stjórnmálamann, hann kýs frekar að kalla sig starfsmann félagsmálayfirvalda.

Hann er rúmlega tveir metrar á hæð, herðabreiður og með húðflúr á báðum handleggjum. Hann kýs helst að vera í stuttbuxum og líkist því ekki flestum karlkyns stjórnmálamönnum sem klæðast oftast jakkafötum. Þess utan er hann Demókrati.

Hann hefur verið vararíkisstjóri í Pennsylvania síðustu árin og verður nú öldungadeildarþingmaður ríkisins. Áður var hann bæjarstjóri í bænum Braddock en þar búa aðeins 1.700 manns. Þegar hann bauð sig fram til embættisins sigraði hann með eins atkvæðis mun. Um hlutastarf var að ræða og mánaðarlaunin voru sem svarar til um 15.000 íslenskum krónum.

Hann greip til ýmissa aðgerða í bænum til að berjast gegn fátækt. Hann gerði samstarfssamninga við fjölda samtaka og fyrirtækja til að tryggja verst settu íbúunum mat. Hann ók oft sjálfur sendibílunum sem voru notaðir til að aka matnum heim til fólks.

Hann samdi við orkufyrirtæki um að loka ekki fyrir vatn, gas og rafmagn hjá þeim sem ekki gátu borgað reikninga sína. Hann keypti hús í bænum til að koma í veg fyrir að þau færu á nauðungaruppboð og íbúarnir gátu síðan búið áfram í þeim gegn því að greiða lága leigu og í sumum tilfellum enga leigu.

Þetta vakti mikla athygli og meðal annars fékk hann titilinn „Besti bæjarstjórinn í Bandaríkjunum“ hjá The Guardian.

Hann tók þátt í forvali Demókrata 2016 til að reyna að verða frambjóðandi flokksins til þingkosninganna það árið. Hann náði ekki því markmiði sínu en fékk 20% atkvæða sem var sagt vera mjög góður árangur í ljósi þess að kosningabarátta hans var rekin fyrir lítið fé og hann fékk aðeins lítil framlög frá fólki.

Eftir þetta hefur hann verið gagnrýninn á fjáröflun stjórnmálamanna en viðurkennir að hún sé nauðsynleg þótt hún sé ekki af hinu góða. Hann hefur sagt að hann vilji frekar fá 100 framlög upp á 25 dollara hvert en eitt upp á 2.500 dollara. Það falli betur að kjarna lýðræðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump