fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Mikil reiði í Rússlandi vegna frétta af miklu mannfalli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 06:02

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einni rússneskri herdeild var næstum gjöreytt aðeins viku eftir að hún kom á vígstöðvarnar í Luhansk í austurhluta Úkraínu. Liðsmenn hennar voru nýliðar í hernum.

Einn af þeim sem lifðu af skýrði frá þessu í viðtali við rússneska netmiðilinn Verstka. Fram kemur að 570 hermenn hafi verið í herdeildinni en eftir fjögurra daga linnulaus skothríð Úkraínumanna voru aðeins nokkrir eftir.  Verstka segir að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu hversu margir lifðu af en heimildarmenn telji það vera 30 til 40.

„Það var mikið af látnum hermönnum, þeir lágu um allt. Handleggir og fætur höfðu rifnað af. Skóflurnar, sem við notuðum til að grafa skotgrafir, notuðum við líka til að grafa líkin upp,“ sagði Nikolai Voronin, einn þeirra sem lifðu af, að sögn The Guardian.

The Guardian ræddi einnig við annan hermann, Aleksei Agafonov sem sagði að herdeildin hafi komið til Luhansk 1. nóvember og hafi hermennirnir strax fengið skóflur og verið sendir í skotgrafir á svæði þar sem þeir voru auðveld bráð fyrir Úkraínumenn. „Fyrst flaug úkraínskur dróni yfir okkur og síðan byrjaði stórskotaliðið þeirra að láta skotum rigna yfir okkur klukkustundum saman. Það var ekkert hlé,“ sagði hann og bætti við að foringjar herdeildarinnar hafi látið sig hverfa um leið og skothríð Úkraínumanna hófst.

Hann sagðist telja að um 130 af 570 hermönnum hafi lifað af.

Það hefur vakið reiði í Rússlandi að reynslulausir hermenn séu sendir beint í fremstu víglínu. „Hópur herkvaddra hermanna var skilinn eftir án fjarskiptatækja, án nauðsynlegra vopna, án lyfja, án stuðnings stórskotaliðs. Kisturnar eru strax farnar að koma. Þið lofuðuð að þeir myndu fá þjálfun, að þeir yrðu ekki sendir í fremstu víglínu innan viku,“ skrifaði rússneska fréttakonan Anastasia Kashevarova, sem styður stríðsreksturinn, á Telegram.

Sami boðskapur er á myndbandsupptöku frá hópi kvenna sem eiga menn sem voru í umræddri herdeild. „Á fyrsta deginum voru nýinnkallaðir menn sendir í fremstu víglínu. Síðan yfirgáfu foringjarnir vígvöllinn og flúðu,“ segir Inna Voronina í myndbandinu að sögn The Guardian. Eiginmanns hennar er saknað á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill